22.3.2007 | 13:20
stórborgin rvk
já núna erum við Magnús í stórborginni hjá pabba mínum, voða næs að komast í smá svona frí, annað en að vera bara heima alltaf, magnús er voða vær, og er kominn á lagið með að fara sofa kl 9 á kvöldin og vakna ekki fyrr en um 6 leytið það er mjög næs þá er ég í fríi srá kl 9 til ca 10-11 þá fer ég að sofa ég fór með magnús til ömmu hrefnu í heimsókn og tók myndir af þeim saman, amma var voða ánægð að fá að halda á honum, hér fyrir neðan er mynd af þeim saman þau eru svo sæt saman ég elska þau bæði mjög mikið. svo í gær 21 mars þá fór ég til ömmu boggu upp í breiðholt, við spiluðum saman og höfðum það gaman. Hún er voða hress alltaf, svo kom Emil stjúp afi minn lika i heimsokn að sjá litla kútinn minn, en hann emil er nú orðinn hálf blindur og sér voða lítið, en hann sá samt magnús smá. Núna laugardaginn 24 mars á hún ragga vínkona afmæli, okkur magnúsi er boðið til hennar i smá veislu, og er ég að fara á eftir eða á morgun að kaupa gjöf handa henni Já það er sko margt sem er í boði hér i rvk, alltaf nóg að gera og svoleiðis. en jæja þá er þetta komið í bili...
ég skrifa meira inn seinna.... að lokum vil ég syna sæta mynd af Magnúsi syni mínum
Athugasemdir
Hæj krúttlu mæðgin;)
Gaman að geta fylgst með hérna svo eins gott að þú verðir dugleg að blogga=)
Kveðja að norðan
Kata
Kata (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.