Í minningu um Hrefnu ömmu

Þann 15 ágúst kl 10:35 lést hún elskuleg amma mín.

Hún var orðin 87 ára gömul en yndisleg amma og ég mun sakna

hennar sárt.

Ég mun hugsa hlytt til hennar og minnast hana eins og hún var góð

og yndisleg amma og

hvernig hún var þegar að hún var á sínum bestu tímum,

Ég mun aldrei gleyma jólin árið 1989 þegar að ég var aðeins 4 ára

gömul, þá bjuggum við í svíðþjóð

 en komum heim til ömmu um jólin, það var einhver svaka fínn

jólamatur en ég spurði hana

 ömmu mína við matarborðið  "amma má ég fá hafragraut?"

og eins og amma var alltaf góð þá sagði hún já og eldaði handa mér

hafragraut í jólamat Smile

svo þegar að við fluttum til íslands 98" þá voru margar helgar sem

ég eyddi með henni ömmu minni

mér fannst alltaf jafn skemmtilegt að fara til hennar, vissi að ég fengi

alltaf hafragraut Whistling

og eins þegar að afi var á lífi þá gerðum við margt skemmtilegt

saman öll 3

ég föndraði mikið með ömmu og við gerðum blóm og fiðrildi úr

vírum og nylon efni það var alltaf jafn

gaman að gera það, bara að fá að vera með ömmu og afa gerði mig

hamingjusama, ef ég hefði

fengið að ráða þá hefði ég ábyggilega verið miklu meira með þeim.

En núna er þetta búið og ég veit að ömmu minni líður mikið betur

núna hjá honum afa, þau eru

ábyggilega rosalega ánægð yfir því að vera loksins saman á ný.

Ég mun ávallt minnast þín elsku amma mín, ég sakna þín sárt.

Þín ömmu stelpa Freydís Hrefna

 

Amma Hrefna og Magnús Orri 

Hér er hún amma mín og Magnús litli

Ég vissi að það færi að koma að þessum degi að hún amma mín færi,

en ég var ekki tilbúin að kveðja það er svo sárt að missa einhvern

sem maður elskar

ég get ekki einu sinni lýst því, en ég veit að hún er komin á betri

stað og að henni líður vel í fanginu

hjá honum afa.

Elsku amma og afi hvílið í friði ég elska ykkur óendanlega mikið.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Freydís mín og fjölskylda, ég samhryggist þér innilega vegna fráfalls ömmu þinnar  það er alltaf erfitt að missa náin ættingja, ég hugsa daglega til ömmu minnar og trúi því ekki enn að hún sé farin enda sakna ég hennar sárt  Guð geymi ömmu þína og blessi minning hennar.

kveðja Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 17:53

2 identicon

Elsku Freydís mín.

Það er rétt,það er stórt gat höggið úr ættinni þegar svona mikill falslaus karakter hverfur yfirr móðuna miklu.

Hennar er sárt saknað af mögum, sé þig fljótlega elskan mín.

Pabbi....

Hlynur Magnússon (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Ásdís Ósk Valsdóttir

Hæhæ Freydís og fjölskylda samhryggist ykkur alveg innilega . Kossar og knús

Ásdís Ósk Valsdóttir, 20.8.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband