vá er ég óheppin eða er ég bara svona rosalega heppin?

já ég heldað ég sé bara svona óheppin, árið byrjar svona: Janúar: ég búin að hafa verki i maganum í viku og fer til læknis útaf því, fór kl 10 um morgunin og var til hálf 1 hjá doksa þá voru teknar blóðprufur og þvagprufur, utur blóðprufunum kom ekkert í ljós en svo úr þvagprufunun þá kom í ljós að það var mikil eggjahvíta í þvaginu og einhver sýking, og svo beið ég þarna í 2 tíma eftir svörunum og neinei þá er einhver sýking sem er einhverstaðar i likamanum en þau bara fundu ekki hvar hun var, þannig að mér er sagt að ég þurfi að bruna beint yfir á neskaupstað og vera yfir nótt í eftirliti og taka fleiri blóðprufur og þvagprufur, ég kem þarna um hálf 3 og er lögð beint inn ég mátti ekki einu sinni fara út tilað reykja og það fannst mér toppa allt þar sem ég vildi engan veginn vera þarna og hvað þá í heila nótt. en já þvagprufa er tekin með kvöldinu og var þá smá eggjahvíta en voða lítið magn, einhver sýking og ekkert meir, jámm nóttin líður og eilla engir verkir, nema þegar að ég vaknaði þá voru dáldi miklir verkirnir en þvagprufan var tekin og var þá engin eggjahvíta en í staðin þá var svakalega væg þvagfærasýking, þurfti engin lyf eða neitt og var ég rosalega fegin þegar að læknirinn kom inn og tilkynnti mér það að ég mætti fara heim Grin fyrsta sem ég gerði varað hríngja í garðar og láta hann vita að ég mætti fara heim Joyful jæja svo fer ég þarna út og hef leitina að húsinu þeirra gumma og dísu vinafólk okkar garðars. ég fann loksins húsið eftir rúma 45 mínutna labb. en var ég mjög ánægð að dísa var heima þegar ég kom loksins til þeirra. já þetta var janúar, og þá er það

 Febrúar: býrja mánuðinn með því að húrra niður stigann og lendi ég svona rosalega ílla á rassinn og það var sko virkilega vont Crying en ég helt að ég væri sloppin þá með nokkra slæma marbletti, einn stóran á hægri handlegg og svo lítinn á vinstri og svo vondan marblett á rasskinninni Errm fann ekkert mikið til eftir að ég datt nema bara i höndunum, en svo líða dagarnir og laugardagur er kominn þá var ég með hrikalega vonda verki i rófubeininu og gat varla setið almennilega af sársauka og svefninn var voða lítill þá nótt og sunnudagsnótt, ákvað ég þá í morgun að hringja í lækni og fá tíma strax eins fljótt og hægt væri því að verkirnir magnast bara upp og verða bara verri og verri, en já ég fór semsagt til doksa um 20 min i tiu i morgun og jam þá skoðaði læknirinn mig og þreifaði á rófubeininu og þar í kríng, haldiði ekki bara að ég sé brotin! jams rófubeins brotin. en jams finnst ykkur þetta vera óhappa ár hjá mér eða hvað? mér finnst það allavega miðað við byrjunina á þessu ári. en jáms ætla ekki að skrifa neitt meira í bili, þetta verður að duga.

 

kveðja Hrakfallabálkurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ Úff mikið ertu einhvað óheppin þetta árið. En Annars vildi ég bara kvitta fyrir mig. Mættir alveg blogga meira. Get samt ekki sagt mikið þar sem ég blogga eiginlega aldrei sjálf :) En bið að heilsa í bili :)

Ásdís Ósk Valsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband