6.5.2008 | 13:33
jæja kannski kominn timi fyrir smá blogg :P
já ég veit að ég er svolitið gleymin hehe gleymi alltaf að blogga, en yfirleitt þegar að ég man það þá byrja ég að skrifa svo veit ég ekkert hvað ég á að skrifa um, þá er allt dottið úr hausnum á mér, en ég ætla að reyna vera duglegri nuna við þessa síðu. Hér á bæ gengur allt mjög vel, ég á bara rétt 5 vikur eftir af meðgöngunni, styttist óðum í litla krílið mér finnst samt vera allt of stutt eftir, núna á fimmtudag fer ég suður með magnús, hann þarf að fá rör í eyrun og verður það mjög líklegast gert á föstudaginn. vona að hann hætti þá að fá þessar eyrnabólgur sem hann er búinn að vera fá frá fæðingu, en núna er hann búinn að vera mjög góður í eyrunum, við verðum í ca viku fyrir sunnan, hafa smá tíma til að hitta alla ættingjana og þá vini sem maður á eftir þarna í bænum. en það verður gaman fyrir magnús að hitta afa sinn og stjúpömmu, heldað hann muni alveg eftir þeim enda ekkert svo langt síðan að þau hittust síðast. En hann stækkar og stækkar hann magnús, orðinn voða klár strákur og farinn að tala mikið, hann kann alveg að segja mamma, pabbi, amma, afi og svo þegar að ég segi góða nótt við hann á kvöldin þá segir hann nótt og vinkar svo kann hann að segja hæhæ og bæbæ kemur oft þegar að garðar eða einhver kemur heim alveg hææææææææææjjjjjjjjjjjjjjjjj hjá honum, og verður svaka ánægður að fá einhvern heim. svo segir hann súpa og nei og já, og núna veit hann sko alveg hvenar´hann á að segja nei við setningar og já, eins og til dæmis, núna í fyrradag, þá vorum við heima hjá tengdó í mat, og ég sagði magnús að koma aðeins til mín, hann stóð í dyragættinni á eldhúsinu horfði á mig sagði nei og labbaði í burtu algjör patti, og svo núna þá er hann farinn að rífast, og það finnst honum sko svaka gaman en ekki finnst mömmuni það, í gær þá var ég að elda og var með steik í ofninum, og ofninn verður svo heitur að hann má ekki fara inní eldhús á meðan að við erum að elda, vinurinn kom labbandi inn í elhús og garðar sagði honum að koma til sín þar sem hann sat i stofunni og ég sagði magnús farðu fram, hann fer inn í stofu og sest niður og byrjar að háorga og svo tautar hann einhvað út í bláinn, var sko að svara fyrir sig og ætlaði inn í eldhús. en mamma ræður og hann lét sig svo hafa það eftir smá stundar væl. hann getur verið alveg svaka frekja en svo er hann líka góður engill, núnma verður maður samt að passa sig extra varlega við það hvað maður segjir því að vinurinn er farinn að herma eftir flest öll orð hjá okkur, og hann nær sumum orðum mjög vel rosalega góður og fljótur að læra. Núna er hann á leikskólanum sínum, þar skemmtir hann sér alltaf rosalega mikið, alltaf skælbrosandi þegar að við náum í hann kl 4. Mætir brosandi og kemur heim brosandi. en já páll helgi er hja okkur aðra hvora helgi núna og reynum við alltaf að hafa það þannig að magnús er heima þegar að hann kemur, þeim kemur svo rosalega vel saman, og eru hérna hlaupandi fram og til baka á eftir hvorum öðrum og bara svaka fjör. við fórum upp í egilstaði með þá á föstudag og leyfðum þeim að velja sér dót, páll valdi sér kappaksturs bíl og magnús valdi sér aðeins öðruvísi bil, en þeir eru rosalega ánægðir með nyja dótið svo leyfði ég þeim að velja sér eina dvd mynd hvor og var páll ekki lengi að finna sér mynd með guffa og félögum, magnús (valdi) með hjálp mömmu Dodda og vini hans, hann situr sem fastur við sjónvarpið þegar að hann sér dodda, svo skærir litir og skemmtilegur söngur með en þegar að hann situr og horfir þá er hann sönglandi doddi kem doddi kem,söngurinn í byrjuninni á myndinni (þáttunum) byrjar líka svona = Hér kemur doddi já vá nú er ég búin að skrifa slatta inná þessari færslu, verð að fara halda áfram með þvottinn, og líka pakka saman því sem við tökum með suður af fötum. en jæja ég læt þetta gott heita í bili þar til að ég man að blogga næst
Bestu kveðjur Dísan
Athugasemdir
Já, það var sko kominn tími á blogg hjá þér. Þú ættir að taka mig bara til fyrirmyndar með að blogga er búin að vera rosalega dugleg einhvað upp á síðkastið :) En já ég og Gummi erum líka að fara suður um helgina. En sjáumst seinna :) Þið eigið enn eftir að bjóða mér og Gumma í pizzu
Ásdís Ósk Valsdóttir, 8.5.2008 kl. 19:59
Hei góða mín ætlaðiru ekki að fara að vera dugleg að blogga???
Ásdís Ósk Valsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.