Í minningu um Hrefnu ömmu

Þann 15 ágúst kl 10:35 lést hún elskuleg amma mín.

Hún var orðin 87 ára gömul en yndisleg amma og ég mun sakna

hennar sárt.

Ég mun hugsa hlytt til hennar og minnast hana eins og hún var góð

og yndisleg amma og

hvernig hún var þegar að hún var á sínum bestu tímum,

Ég mun aldrei gleyma jólin árið 1989 þegar að ég var aðeins 4 ára

gömul, þá bjuggum við í svíðþjóð

 en komum heim til ömmu um jólin, það var einhver svaka fínn

jólamatur en ég spurði hana

 ömmu mína við matarborðið  "amma má ég fá hafragraut?"

og eins og amma var alltaf góð þá sagði hún já og eldaði handa mér

hafragraut í jólamat Smile

svo þegar að við fluttum til íslands 98" þá voru margar helgar sem

ég eyddi með henni ömmu minni

mér fannst alltaf jafn skemmtilegt að fara til hennar, vissi að ég fengi

alltaf hafragraut Whistling

og eins þegar að afi var á lífi þá gerðum við margt skemmtilegt

saman öll 3

ég föndraði mikið með ömmu og við gerðum blóm og fiðrildi úr

vírum og nylon efni það var alltaf jafn

gaman að gera það, bara að fá að vera með ömmu og afa gerði mig

hamingjusama, ef ég hefði

fengið að ráða þá hefði ég ábyggilega verið miklu meira með þeim.

En núna er þetta búið og ég veit að ömmu minni líður mikið betur

núna hjá honum afa, þau eru

ábyggilega rosalega ánægð yfir því að vera loksins saman á ný.

Ég mun ávallt minnast þín elsku amma mín, ég sakna þín sárt.

Þín ömmu stelpa Freydís Hrefna

 

Amma Hrefna og Magnús Orri 

Hér er hún amma mín og Magnús litli

Ég vissi að það færi að koma að þessum degi að hún amma mín færi,

en ég var ekki tilbúin að kveðja það er svo sárt að missa einhvern

sem maður elskar

ég get ekki einu sinni lýst því, en ég veit að hún er komin á betri

stað og að henni líður vel í fanginu

hjá honum afa.

Elsku amma og afi hvílið í friði ég elska ykkur óendanlega mikið.


jæja kannski kominn timi fyrir smá blogg :P

já ég veit að ég er svolitið gleymin Woundering hehe gleymi alltaf að blogga, en yfirleitt þegar að ég man það þá byrja ég að skrifa svo veit ég ekkert hvað ég á að skrifa um, þá er allt dottið úr hausnum á mér, en ég ætla að reyna vera duglegri nuna við þessa síðu. Hér á bæ gengur allt mjög vel, ég á bara rétt 5 vikur eftir af meðgöngunni, styttist óðum í litla krílið Smile mér finnst samt vera allt of stutt eftir, núna á fimmtudag fer ég suður með magnús, hann þarf að fá rör í eyrun og verður það mjög líklegast gert á föstudaginn. vona að hann hætti þá að fá þessar eyrnabólgur sem hann er búinn að vera fá frá fæðingu, en núna er hann búinn að vera mjög góður í eyrunum, við verðum í ca viku fyrir sunnan, hafa smá tíma til að hitta alla ættingjana og þá vini sem maður á eftir þarna í bænum. en það verður gaman fyrir magnús að hitta afa sinn og stjúpömmu, heldað hann muni alveg eftir þeim enda ekkert svo langt síðan að þau hittust síðast. En hann stækkar og stækkar hann magnús, orðinn voða klár strákur og farinn að tala mikið, hann kann alveg að segja mamma, pabbi, amma, afi og svo þegar að ég segi góða nótt við hann á kvöldin þá segir hann nótt og vinkar LoL svo kann hann að segja hæhæ og bæbæ kemur oft þegar að garðar eða einhver kemur heim alveg hææææææææææjjjjjjjjjjjjjjjjj hjá honum, og verður svaka ánægður að fá einhvern heim. svo segir hann súpa og nei og já, og núna veit hann sko alveg hvenar´hann á að segja nei við setningar og já, eins og til dæmis, núna í fyrradag, þá vorum við heima hjá tengdó í mat, og ég sagði magnús að koma aðeins til mín, hann stóð í dyragættinni á eldhúsinu horfði á mig sagði nei og labbaði í burtu Shocking algjör patti, og svo núna þá er hann farinn að rífast, og það finnst honum sko svaka gaman en ekki finnst mömmuni það, í gær þá var ég að elda og var með steik í ofninum, og ofninn verður svo heitur að hann má ekki fara inní eldhús á meðan að við erum að elda, vinurinn kom labbandi inn í elhús og garðar sagði honum að koma til sín þar sem hann sat i stofunni og ég sagði magnús farðu fram, hann fer inn í stofu og sest niður og byrjar að háorga og svo tautar hann einhvað út í bláinn, var sko að svara fyrir sig og ætlaði inn í eldhús. en mamma ræður og hann lét sig svo hafa það eftir smá stundar væl. hann getur verið alveg svaka frekja en svo er hann líka góður engill, núnma verður maður samt að passa sig extra varlega við það hvað maður segjir því að vinurinn er farinn að herma eftir flest öll orð hjá okkur, og hann nær sumum orðum mjög vel Smile rosalega góður og fljótur að læra. Núna er hann á leikskólanum sínum, þar skemmtir hann sér alltaf rosalega mikið, alltaf skælbrosandi þegar að við náum í hann kl 4. Mætir brosandi og kemur heim brosandi. en já páll helgi er hja okkur aðra hvora helgi núna og reynum við alltaf að hafa það þannig að magnús er heima þegar að hann kemur, þeim kemur svo rosalega vel saman, og eru hérna hlaupandi fram og til baka á eftir hvorum öðrum og bara svaka fjör. við fórum upp í egilstaði með þá á föstudag og leyfðum þeim að velja sér dót, páll valdi sér kappaksturs bíl og magnús valdi sér aðeins öðruvísi bil, en þeir eru rosalega ánægðir með nyja dótið svo leyfði ég þeim að velja sér eina dvd mynd hvor og var páll ekki lengi að finna sér mynd með guffa og félögum, magnús (valdi) með hjálp mömmu Dodda og vini hans, hann situr sem fastur við sjónvarpið þegar að hann sér dodda, svo skærir litir og skemmtilegur söngur með Grin en þegar að hann situr og horfir þá er hann sönglandi doddi kem doddi kem,söngurinn í byrjuninni á myndinni (þáttunum) byrjar líka svona = Hér kemur doddi W00t já vá nú er ég búin að skrifa slatta inná þessari færslu, verð að fara halda áfram með þvottinn, og líka pakka saman því sem við tökum með suður af fötum. en jæja ég læt þetta gott heita í bili þar til að ég man að blogga næst W00t 

 

Bestu kveðjur Dísan Happy 


vá er ég óheppin eða er ég bara svona rosalega heppin?

já ég heldað ég sé bara svona óheppin, árið byrjar svona: Janúar: ég búin að hafa verki i maganum í viku og fer til læknis útaf því, fór kl 10 um morgunin og var til hálf 1 hjá doksa þá voru teknar blóðprufur og þvagprufur, utur blóðprufunum kom ekkert í ljós en svo úr þvagprufunun þá kom í ljós að það var mikil eggjahvíta í þvaginu og einhver sýking, og svo beið ég þarna í 2 tíma eftir svörunum og neinei þá er einhver sýking sem er einhverstaðar i likamanum en þau bara fundu ekki hvar hun var, þannig að mér er sagt að ég þurfi að bruna beint yfir á neskaupstað og vera yfir nótt í eftirliti og taka fleiri blóðprufur og þvagprufur, ég kem þarna um hálf 3 og er lögð beint inn ég mátti ekki einu sinni fara út tilað reykja og það fannst mér toppa allt þar sem ég vildi engan veginn vera þarna og hvað þá í heila nótt. en já þvagprufa er tekin með kvöldinu og var þá smá eggjahvíta en voða lítið magn, einhver sýking og ekkert meir, jámm nóttin líður og eilla engir verkir, nema þegar að ég vaknaði þá voru dáldi miklir verkirnir en þvagprufan var tekin og var þá engin eggjahvíta en í staðin þá var svakalega væg þvagfærasýking, þurfti engin lyf eða neitt og var ég rosalega fegin þegar að læknirinn kom inn og tilkynnti mér það að ég mætti fara heim Grin fyrsta sem ég gerði varað hríngja í garðar og láta hann vita að ég mætti fara heim Joyful jæja svo fer ég þarna út og hef leitina að húsinu þeirra gumma og dísu vinafólk okkar garðars. ég fann loksins húsið eftir rúma 45 mínutna labb. en var ég mjög ánægð að dísa var heima þegar ég kom loksins til þeirra. já þetta var janúar, og þá er það

 Febrúar: býrja mánuðinn með því að húrra niður stigann og lendi ég svona rosalega ílla á rassinn og það var sko virkilega vont Crying en ég helt að ég væri sloppin þá með nokkra slæma marbletti, einn stóran á hægri handlegg og svo lítinn á vinstri og svo vondan marblett á rasskinninni Errm fann ekkert mikið til eftir að ég datt nema bara i höndunum, en svo líða dagarnir og laugardagur er kominn þá var ég með hrikalega vonda verki i rófubeininu og gat varla setið almennilega af sársauka og svefninn var voða lítill þá nótt og sunnudagsnótt, ákvað ég þá í morgun að hringja í lækni og fá tíma strax eins fljótt og hægt væri því að verkirnir magnast bara upp og verða bara verri og verri, en já ég fór semsagt til doksa um 20 min i tiu i morgun og jam þá skoðaði læknirinn mig og þreifaði á rófubeininu og þar í kríng, haldiði ekki bara að ég sé brotin! jams rófubeins brotin. en jams finnst ykkur þetta vera óhappa ár hjá mér eða hvað? mér finnst það allavega miðað við byrjunina á þessu ári. en jáms ætla ekki að skrifa neitt meira í bili, þetta verður að duga.

 

kveðja Hrakfallabálkurinn


Afmælis barn dagsins

Hann á afmæli í dag,

hann á afmæli í dag,

hann á afmæli hann Magnús Orri

hann á afmæli í dag.

Freydis 025

hann er 1 árs í dag,

hann er 1 árs í dag,

hann er 1 árs hann Magnús Orri

hann er 1 árs í dag.

 

 

já mér finnst eins og það séu bara nokkrir mánuðir síðan að hann Magnús skaust í heiminn, þetta líður svo rosalega hratt að guttinn er orðinn 1 árs í dag :) já 1 árs trúið þið því? alveg ótrúlegt. en já vildi bara setja inn afmæliskveðjuna hans hér inná.

 

 

kær afmæliskveðja frá mömmu og co :)


Nýtt ár !!!

vá hvað tíminn líður hratt, núna er komið árið 2008 Wizard það er margt búið að gerast síðan síðast er ég bloggaði, Magnús er byrjaður á leikskóla LoL það er rosalega skrýtið að hafa ekki guttann hér skríðandi um gólfin á daginn, en það kemur víst með tímanum að það venst. Þvotturinn og þrifin ganga betur nuna er ég hef líka meiri tíma í að gera eikkað á heimilinu, mesti tíminn sem ég get gert eikkað er þegar að magnús er farinn að sofa á daginn en núna get ég gert það sem ég þarf þegar að hann er á leikskólanum. alltaf nóg að gera. Páll Helgi er búinn að vera hjá mömmu sinni núna i einhverjar vikur, rosalega gaman hjá þeim gutta, garðar er í vinnunni alltaf hreint og gengur það bara mjög vel, en ég sit svo bara heima í húsverkin þar sem ég er ekki enn komin með vinnu Frown en ég he3ld áfram að leita. kúlubúanum líður vel bara, er komin 18vikur og 6daga nuna. þetta líður allt of hratt, fer í 20 vikna sónar nuna 22janúar. allt gengur bara mjög vel. já svo á hann Magnús Orri 1árs afmæli þann 18 janúar pælið í því það er að verða heilt ár síðan að ég átti hann!! mér finnst eins og það sé bara mánuður eða svo síðan að þessi litli prins ákvað að koma í heiminn, en já tíminn líður mjög hratt. 

 

en jæja þá er þetta nóg í bili...

 

Kær kveðja Freydís og co


Afmæli

 Hann á afmæli i dag,

 

hann á afmæli í dag,

 

hann á afmæli hann Helgi Steinarr,

 

hann á afmæli í dag


-----------------------------------------------------------------

hann er 7 ára í dag,

 

hann er 7 ára í dag,

 

hann er 7ára hann Helgi Steinarr, 

 

hann er 7 ára í dag

 

Hipp Hipp Húrra 

 

Wizard

 

Elsku Helgi til hamíngju með 7 ára afmælið. njóttu dagsins :) 

 

Kveðja frá Freydísi og Magnúsi Orra Grin


1 Desember

pic04879

 

 

 

Vá það er kominn 1 Desember, trúið þið því? ég trúi því varla, mér finnst eins og síðustu jól séu bara nýbúin. Núna er jólamarkaður herna í búðinni og á bókasafninu, ætla að kikja á hann og gá hvortað maður finni eikkað sniðugt. er að passa bræður mina og fer með þá alla út þannig að ég verð með magnús strákinn minn og svo 3 yngri bræður mina sem eru 6, 3 og 1 árs :) algjörir grallarar  :) já jólin í nánd og svo er ég að flytja nuna eftir helgina, flytjum yfir á eskifjörð. það verður gott að komast heim til kærastans :) ég veit ekkert hvað ég á að skrifa, nenni yfirleitt ekkert að blogga neitt, er eikkað voða löt við það, en jams þetta verður bara að vera nóg í bili, erum að fara út við systkinin þannig að over and out...

 

 


22 ára í dag...

'Eg á afmæli í dag,

 

ég á afmæli í dag,

 

ég á afmæli í

 

daaaaaaaag,

 

ég á afmæli í daaaaaag

Wizard

já ég er víst orðin 22 ára í dag, þetta

 

líður allt of hratt finnst mér.

 

en svona er þetta bara, þegar að maður er litill þá er

maður alltaf að bíða eftir

að jólin og afmælin og páskarnir koma.

tekur allt of langan tíma, en nei nuna er maður bara

ny búinn að eiga afmæli

og þá er strax komið að næsta afmæli

furðulegt hvernig tíminn breytist svona...

en jams þetta er nóg i bili...

 

 

Kær Kveðja Dísa  


skrítin tilfinning og mjög tomlegt :S

jæja þá kom að því að magnús orri varði fyrstu nóttina sína hjá pabba sínum, það gengur vist mjög vel er mer sagt, en ég er alveg á nálum, þetta er svo skrýtið, tomlegt hjá mér og rosalega erfitt að ekki senda pabbanum sms eða hringja tilað ath með strákinn. en þetta kemur vist allt með tímanum. ég er núna á eskifirði hjá kæró og hef það gott InLove Garðar er að vinna akkurat eins og er og strákurinn hans i leikskólanum. eg er bara ein i kotinu Sideways en ég hlusta bara á tónlist, hehe serstaklega strumpa techno, svaka fjör hehe W00t og svo bara spjalla við fuglinn oliver sem er alltaf að flauta á eftir mér Woundering  en það er samt notalegt að vera bara ein, soldil tilbreyting en vhað á ég að gera? eg get ekki setið á rassinum og gert ekki neitt Undecided en jams ætla'ði bara að setja smá færslu inn.


já kannski timi til komin á bloggi herna :)

já það er kannski kominn timi til Woundering það er mikið búið að ske siðan að ég bloggaði seinast, en það er svo margt að ég get ekki talið upp allt saman held ég, en allavega, var i bænum á verslunarmannahelgina og það var svaka fjör fórum á kotmót í kirkjulækjarkoti Grin það var mjög gaman hittum fullt af ættingjum og vinum. svo lá leiðin i stórborgina, vorum hjá pabba i 12 daga með kotmótinu talið með. Magnús stækkar og stækkar, orðinn 7 mánaða gamall guttinn Wizard svaka sport nuna hjá honum að lemja dót i allt og naga allt, þar semað hann er kominn með 4 tönnslur þá klæjar honum voða mikið  i munninum , en annars gengur honunm mjög vel nuna að taka eftir og herma eftir smá hljóðum og eikkað. við búum enn á höfn og það er bara notalegt, en samt leiðinlegt að vera svona langt i burtu frá stráknumn sem ég er að deita Frown en hann kemur til mín um helgar og sollis sem er nottla bara frábært Grin   en jams ætla ekkert að vera mikið að skrifa nuna þar sem ég er ekki heima og talvan er ekki min þá vil ég ekki taka timann af tölvueigandanum Whistling en ams þá er þetta komið i bili allavega, hehe reyni að setja inn eikkað annað við tækifæri, en að lokum skelli ég her inn mynd af Magnúsi Orra töffara Cool 21-8 011

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband